Einfaldleiki skiptir miklu máli. Okkar markmið er að nemandinn finni sem minnst fyrir "umhverfinu" og geti þannig einbeitt sér að því sem mestu máli skiptir, námsefninu.
Við innskráningu
- Við innskráningu opnast "heimasíða" nemandans.
- Það fyrsta sem nýr nemandi gerir er að horfa á stutt myndband sem útskýrir í stuttu máli notkun námskeiðsins.
- Allt efnið er ávallt aðgengilegt í beinni línu niður (lóðrétt). Það er gert svo nemandinn þurfi ekki að flakka á milli valmynda að óþörfu. Allt efni hlutans er á einni og sömu síðunni. Þetta er auk þess nauðsynlegt eigi notkun á spjaldtölvum og snjallsímum að vera þægileg.
- Hægra megin á skjánum sjást tveir kassar, "EFNISHLUTAR" og "VÆNTANLEGT". Með tímanum fjölgar köflunum undir "efnishlutar" en "væntanlegt" sýnir hvaða hluti opnast næst og hvaða dag það gerist.
2. DÆMAHLUTI
Skipta má dæmahlutum í þrennt.
- Kennsla: Hér eru ný hugtök kynnt ásamt því að nemandinn horfir á nákvæm kennslufyrirmæli um það sem koma skal
- Dæmablöð og svör: Því næst opnar nemandinn dæmablöð og leggjum við áherslu á að öll dæmi séu ávallt reiknuð. Ef þau þykja auðveld þá ætti það ekki að vera vandamál. Það er ekki skynsamlegt að vera áhorfandi og bíða eftir því að eitthvað verði erfitt. Það er ávísun á vandræði sem hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir með þvi að fylgja námskeiðinu skref fyrir skref.
- Lausnarmyndbönd: Öll dæmi námskeiðsins hafa verið leyst af kennara og höfundi námskeiðsins. Það er gert til að tryggja að nemandinn geti sér hvernig rétt skal farið að við lausn dæmanna, sem er afar mikilvægt ef dæmaniðurstöðum nemanda ber ekki saman við dæmaniðurstöður í hlutanum á undan.
SAMANTEKT
Hverjum hluta (neðst á hverri síðu) er stutt samantekt.
Þar gefst nemandanum (eða foreldrum) tækifæri til að spyrja spurninga varðandi efni hlutans og fá aðstoð ef þörf er á (við leggjum áherslu á að svara eða hafa samband innan 1 virks dags).
Að lokum er stuttlega sagt frá því sem næst kemur (Væntanlegt).
HVAÐ SVO?
Nemandinn hefur ávallt fullan aðgang að öllu eldra efni meðan áskrift er gild.
Þannig er auðvelt að rifja upp þegar þörf er á, t.d. með því að horfa á eldra kennslumyndband eða lausnarmyndbönd.
Ekkert kemur í staðinn fyrir að nemandinn reikni sjálfur dæmin. Stærðfræði lærist ekki með því að horfa á aðra reikna, heldur þarf að þjálfa til þrautar aðgerðirnar sjálfar. Og það gerir enginn nema nemandinn sjálfur.
Við hönnun dæmanna og samsetningu námskeiðsins var þess vandlega gætt að sleppa engu, nemandinn þarf aldrei að giska á hvað kennarinn var að hugsa.
Öll skref eru sýnd, alltaf. Engu er sleppt.
Röð hlutanna er auk þess vandlega úthugsuð með það í huga að nemandinn hafi alltaf forsendur til þess að takast á við nýtt efni að því gefnu að hann hafi gert allt sem á undan hefur komið.
Ólíkt því sem margir halda þá gengur ekki að dema öllu efninu á nemandann í einu og ætlast til þess að hann ráði fram úr þessu. Slíkt veldur því að nemandinn annað hvort "gramsar" í efninu og velur á milli þess sem hann telur sig þurfa að gera og "má" sleppa, eða þá að honum fallast hendur og hann gerir ekki neitt.
Að sjálfsögðu erum við svo til taks ef aðstoðar er þörf.