Fjarnámskeið hefur marga kosti umfram hefðbundið kennsluform, þótt vissulega sé gott að geta gripið í góðan kennara líka.
Óbundin staðsetning
Fjarnámskeið hafa þann ótvíræða kost að nemendur geta nálgast námsefnið óháð tíma og staðsetningu. Búseta skiptir því ekki máli og nemandi á Raufarhöfn hefur sama aðgang og möguleika og nemandi sem býr í Noregi eða Reykavík.
Fjölbreyttar kennsluaðferðir
Að hýsa námsefnið gefur okkur möguleika á að setja námsefnið fram með mismunandi hætti. Þannig getum við blandað saman og nýtt okkur fjölbreytileikann sem felst í nútímalegum kennsluaðferðum. Þannig getum við betur mætt mismunandi styrkleikum nemenda okkar þar sem sumum hugnast lesinn texti meðan aðrir kjósa myndbönd eða hljóð.
Auðvelt að endurtaka og rifja upp
Nemandinn lærir þegar honum hentar. Hvort sem það hentar honum að vinna strax eftir skóla, eftir kvöldmat eða jafnvel á nóttunni, þá er efnið aðgengilegt.
Nemandinn getur stöðvað kennsluna, bakkað og horft á aftur tiltekið efnið til að tileinka sér það betur. Nemandinn fer á sínum hraða, það er engin pressa og engin verkefni sem skila þarf inn og setja pressu á nemandann.
Persónulegt líka
Við erum meðvitaðir um að fjarlægðin sem felst í fjarkennslu getur líka skapað vandamál. En engar áhyggjur!
Áskrifendur fjarnámskeiðsins hafa aðgang að kennara þegar í harðbakkann slær svo við gerum það sem í okkar valdi stendur til að hver og einn nái árangri.
Eitt gjald fyrir alla fjölskylduna
Með aðgangi að fjarnámskeiðinu greiðir þú fyrir aðgang að upplýsingum og færð þannig einnig aðgang að reynslu okkar sem teljum okkur þekkja flest vandamál sem fylgja stærðfræði nokkuð vel.
Þetta þýðir að þú greiðir aðeins eitt gjald, jafnvel þótt fleiri en einn fjölskyldumeðlimur nýti sér efni námskeiðsins.
100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga
Við vitum að enginn er eins. Við vitum líka að sumir foreldrar eru logandi hræddir um að sín börn hafi ekki áhuga á því að fá þá hjálp sem í námskeiðinu felst.
Þess vegna bjóðum við 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga. Það þýðir að ef námsefnið hentar ekki þínu barni – þá endurgreiðum við þér áskriftargjaldið að fullu, án spurninga.
Hagkvæmt…hreinlega ódýrt
Markmið okkar er að nemendur upplifi sig í einkakennslu þegar þeir byrja hjá okkur.
Ef allt er tekið inn í reikninginn má sjá að fullur aðgangur í 30 daga, jafnvel þótt fleiri en einn fjölskyldumeðlimur notar efnið, er ekki aðeins hagkvæm lausn, heldur hreinlega ódýr.