Markmið okkar var að búa til gæða kennsluefni í stærðfræði sem við myndum sjálfir vilja nota fyrir okkar börn.
Ekki síst var það markmið okkar að setja námsefnið þannig fram að nemendur sem lítið skilja og hafa hingað til átt mjög erfitt uppdráttar, myndu ná tökum á námsefninu.
Tímaröð
Við brjótum námsefnið upp í 10 hluta, svo nemandinn nái góðum og djúpum skilningi á hverjum hluta fyrir sig áður en lengra er haldið.
Við opnum nýjan hluta á nokkurra daga fresti og leggjum við mikla áherslu á að nemandinn ljúki efni hvers hluta áður en hann heldur áfram.
Ef nemandinn þarf lengri tíma til að ljúka við efnið og reikna dæmin sem fylgja, þá er það í góðu lagi, því eldra efni helst aðgengilegt meðan á áskrift stendur.
Framsetning
Við vitum að flestum nemendum líkar myndræn framsetning fremur en skrifleg.
Þess vegna lögðum við okkur fram um að setja námsefnið fram á fjölbreyttan, en skýran máta.
Við notumst við kennslumyndbönd og teiknimyndir auk hefðbundins texta og dæmablaða við framsetningu námskeiðsins.
Efnistök
Námskeiðið nær til eftirfarandi hluta. Hver og einn námshluti er mikilvægur hlekkur í keðju sem slitnar auðveldlega ef nemandinn skilur ekki hvern hluta til botns.
- Lykilhugtök
- Samlagning og frádráttur – Samnefnd brot
- Stytting brota og fullstyttingar
- Blandnar tölur
- Óeiginleg brot
- Lenging brota og samnefnari
- Margföldun brota
- Deiling brota
- Krossstytting
- Brotabrot
Hverjum hluta fylgja vönduð skýringardæmi og kennslumyndbönd auk verkefna sem nemandinn vinnur.
Allar lausnir eru aðgengilegar á vídeóformi svo nemandinn þarf ekki að velkjast í vafa um hvað það var sem hann gerði vitlaust.