Almenn brot gegna lykilhlutverki í framhaldsnámi barnsins þíns.
Fjarnámskeiðið Almenn brot er sniðið að þörfum nemenda í 5.-10. bekk auk þeirra sem eru í Stæ102 á framhaldsskólastigi.
Námskeiðið hentar nemendum hvort sem þeir glíma við erfiðleika eða ekki. Það einfaldar hlutina fyrir nemandanum sem gengur þokkalega vel og flýtir fyrir; eyðir óvissu.
En ef þitt barn hefur átt erfitt uppdráttar í stærðfræði þá getur þetta hreinlega skipt sköpum. Punktur.