Markmiðið okkar er að hjálpa nemendum sem hafa átt erfitt uppdráttar í stærðfræði, að sýna þeim að hver sem er getur lært stærðfræði (þótt það kunni að hljóma ótrúlega núna).
Námskeiðið er í 4 hlutum, og við vitum að því fyrr sem þú byrjar því líklegra er að þið ljúkið námskeiðinu með góðum árangri!
Spurningar eru ávallt velkomnar,
FN04: Óeiginleg brot
Þetta lærir þú í þessum hluta!
ÓEIGINLEG BROT
"Óeiginleg brot" eru brot þar sem teljarinn (uppi) er hærri en nefnarinn (niðri).
Ath. Þú notar mest óeiginleg brot við útreikninga, en skilar svo lokasvörum sem blandinni tölu.
Framgangur:
Mikilvæg hugtök
Slakur orðaskilningur er algeng orsök erfiðleika í stærðfræði og því hvetjum við þig til að horfa vel á þessi stuttu myndbönd sem útskýra helstu grunnhugtök í almennum brotum.
Skref 1: Leiðbeiningar
Kennslumyndbönd.
Horfðu vel á þau, þau eru eins stutt og hnitmiðuð og kostur er. Þú ættir að geta leyst dæmablöðin sem koma í beinu framhaldi!
Skref 2: Dæmahluti
Dæma- og lausnarblöð.
Reyndu nú að leysa öll dæmin á dæmablaðinu, og berðu þínar lausnir við þær sem eru á lausnarblaðinu.
Notaðu lausnarmyndböndin að neðan til að hjálpa þér ef þú færð ranga lausn eða strandar á dæmi.
Dæmablöð (pdf)
Lausnarblöð (pdf)
Skref 3: Lausnarmyndbönd
Fékkstu ranga niðurstöðu? Ekkert mál!
Hér finnur þú lausnir að öllum dæmunum og getur séð hvernig kennari leysir dæmið skref fyrir skref!
Spurningar?
Sendu okkur þá tölvupóst og við leysum málið, maður á mann. Póstfangið er kennsla@betranam.is
Til hamingju!
FORSKOT?
Viltu tryggja þínu barni forskot í stærðfræði, sem dugar þínu barni upp allan grunnskólann?
Í takmarkaðan tíma bjóðum við þeim sem hafa lokið fornámskeiðinu 40% afslátt af skráningu!
Hvort sem þið kjósið að halda áfram eða ekki, viljum við þakka ykkur fyrir að vera með okkur og óskum ykkur góðs gengis!
FN03: Styttingar brota
Þetta lærir þú í þessum hluta!
Í þessum hluta lærir þú um styttingar brota.
Það sem þú ert í raun að gera er að athuga hvort það sé einhver tala sem gengur bæði upp í teljarann (uppi) og nefnarann (niðri).
Ath. Þú þarft að skila lokasvörum þínum sem fullstyttum brotum.
Framgangur:
Mikilvæg hugtök
Slakur orðaskilningur er algeng orsök erfiðleika í stærðfræði og því hvetjum við þig til að horfa vel á þessi stuttu myndbönd sem útskýra helstu grunnhugtök í almennum brotum.
Skref 1: Leiðbeiningar
Kennslumyndbönd.
Horfðu vel á þau, þau eru eins stutt og hnitmiðuð og kostur er. Þú ættir að geta leyst dæmablöðin sem koma í beinu framhaldi!
Skref 2: Dæmahluti
Dæma- og lausnarblöð.
Reyndu nú að leysa öll dæmin á dæmablaðinu, og berðu þínar lausnir við þær sem eru á lausnarblaðinu.
Notaðu lausnarmyndböndin að neðan til að hjálpa þér ef þú færð ranga lausn eða strandar á dæmi.
Dæmablöð (pdf)
Lausnarblöð (pdf)
Skref 3: Lausnarmyndbönd
Fékkstu ranga niðurstöðu? Ekkert mál!
Hér finnur þú lausnir að öllum dæmunum og getur séð hvernig kennari leysir dæmið skref fyrir skref!
Frábært hjá þér!
Þú hefur horft á öll kennslumyndböndin og leyst öll dæmin! Þú munt ná góðum árangri með þessu áframhaldi.
Ef allt gekk vel þá máttu núna halda áfram í næsta hluta.
Spurningar?
Eða þarftu hjálp?
Sendu okkur þá tölvupóst og við leysum málið, maður á mann. Póstfangið er kennsla@betranam.is
FN02: Samlagning og frádráttur
Þetta lærir þú í þessum hluta!
Samlagning og frádráttur samnefndra brota.
Í þessum hluta lærirðu um samlagningu og frádrátt samnefndra brota.
Á þessu stigi hefurðu eingöngu áhuga á tölunni fyrir ofan strik, teljaranum.
Framgangur:
Skref 1: Leiðbeiningar
Kennslumyndbönd.
Horfðu vel á þau, þau eru eins stutt og hnitmiðuð og kostur er. Þú ættir að geta leyst dæmablöðin sem koma í beinu framhaldi!
Skref 2: Dæmahluti
Dæma- og lausnarblöð.
Reyndu nú að leysa öll dæmin á dæmablaðinu, og berðu þínar lausnir við þær sem eru á lausnarblaðinu.
Notaðu lausnarmyndböndin að neðan til að hjálpa þér ef þú færð ranga lausn eða strandar á dæmi.
Dæmablöð (pdf)
Lausnarblöð (pdf)
Skref 3: Lausnarmyndbönd
Fékkstu ranga niðurstöðu? Ekkert mál!
Hér finnur þú lausnir að öllum dæmunum og getur séð hvernig kennari leysir dæmið skref fyrir skref!
Frábært hjá þér!
Þú hefur horft á öll kennslumyndböndin og leyst öll dæmin! Þú munt ná góðum árangri með þessu áframhaldi.
Ef allt gekk vel þá máttu núna halda áfram í næsta hluta.
Spurningar?
Eða þarftu hjálp?
Sendu okkur þá tölvupóst og við leysum málið, maður á mann. Póstfangið er kennsla@betranam.is
FN01: Grunnhugtök
Þetta lærir þú í þessum hluta!
Í þessum hluta einbeitum við okkur að mikilvægum hugtökum.
Gættu þess að sleppa ekki tilteknum efnishlutum á þeim forsendum að þeir séu of léttir!
Horfðu á myndböndin og vertu viss um að skilja hugtökin vel. Hér er ekki ætlast til að þú reiknir - heldur skiljir!
Framgangur:
Mikilvæg hugtök
Slakur orðaskilningur er algeng orsök erfiðleika í stærðfræði og því hvetjum við þig til að horfa vel á þessi stuttu myndbönd sem útskýra helstu grunnhugtök í almennum brotum.
Frábært hjá þér !
Þú ert núna klár í næsta hluta.
Spurningar?
Eða þarftu hjálp?
Sendu okkur þá tölvupóst og við leysum málið, maður á mann. Póstfangið er kennsla@betranam.is
FN00: Eignir og skuldir
Þetta lærir þú í þessum hluta!
Talnareikningur vefst fyrir mörgum. Hér skoðum við stuttlega það sem helst ruglar nemendur.
Skref 1: Leiðbeiningar
Kennslumyndbönd.
Horfðu vel á þau. Þau eru stutt og hnitmiðuð. Þú ættir að geta leyst dæmablöðin í beinu framhaldi.
Skref 2: Dæmahluti
Dæma- og lausnarblöð.
Reyndu nú að leysa öll dæmin á dæmablaðinu, og berðu þínar lausnir við þær sem eru á lausnarblaðinu.
Dæmablöð (pdf)
Lausnarblöð (pdf)
Skref 3: Lausnarmyndbönd
Röng niðurstaða? Ekkert mál!
Hér finnur þú lausnir að öllum dæmunum og getur séð hvernig kennari leysir hvert dæmi, skref fyrir skref.
Frábært hjá þér!
Þú hefur horft á öll kennslumyndböndin og leyst öll dæmin!
Þú munt ná góðum árangri með þessu áframhaldi og þú getur nú haldið áfram á næsta hluta (FN01)
Spurningar eða vantar hjálp?
Sendu okkur tölvupóst og við leysum málið, maður á mann. Póstfangið er kennsla@betranam.is.
Útlit og hönnun
Einfaldleiki skiptir miklu máli. Okkar markmið er að nemandinn finni sem minnst fyrir "umhverfinu" og geti þannig einbeitt sér að því sem mestu máli skiptir, námsefninu.
Við innskráningu
- Við innskráningu opnast "heimasíða" nemandans.
- Það fyrsta sem nýr nemandi gerir er að horfa á stutt myndband sem útskýrir í stuttu máli notkun námskeiðsins.
- Allt efnið er ávallt aðgengilegt í beinni línu niður (lóðrétt). Það er gert svo nemandinn þurfi ekki að flakka á milli valmynda að óþörfu. Allt efni hlutans er á einni og sömu síðunni. Þetta er auk þess nauðsynlegt eigi notkun á spjaldtölvum og snjallsímum að vera þægileg.
- Hægra megin á skjánum sjást tveir kassar, "EFNISHLUTAR" og "VÆNTANLEGT". Með tímanum fjölgar köflunum undir "efnishlutar" en "væntanlegt" sýnir hvaða hluti opnast næst og hvaða dag það gerist.
2. DÆMAHLUTI
Skipta má dæmahlutum í þrennt.
- Kennsla: Hér eru ný hugtök kynnt ásamt því að nemandinn horfir á nákvæm kennslufyrirmæli um það sem koma skal
- Dæmablöð og svör: Því næst opnar nemandinn dæmablöð og leggjum við áherslu á að öll dæmi séu ávallt reiknuð. Ef þau þykja auðveld þá ætti það ekki að vera vandamál. Það er ekki skynsamlegt að vera áhorfandi og bíða eftir því að eitthvað verði erfitt. Það er ávísun á vandræði sem hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir með þvi að fylgja námskeiðinu skref fyrir skref.
- Lausnarmyndbönd: Öll dæmi námskeiðsins hafa verið leyst af kennara og höfundi námskeiðsins. Það er gert til að tryggja að nemandinn geti sér hvernig rétt skal farið að við lausn dæmanna, sem er afar mikilvægt ef dæmaniðurstöðum nemanda ber ekki saman við dæmaniðurstöður í hlutanum á undan.
SAMANTEKT
Hverjum hluta (neðst á hverri síðu) er stutt samantekt.
Þar gefst nemandanum (eða foreldrum) tækifæri til að spyrja spurninga varðandi efni hlutans og fá aðstoð ef þörf er á (við leggjum áherslu á að svara eða hafa samband innan 1 virks dags).
Að lokum er stuttlega sagt frá því sem næst kemur (Væntanlegt).
HVAÐ SVO?
Nemandinn hefur ávallt fullan aðgang að öllu eldra efni meðan áskrift er gild.
Þannig er auðvelt að rifja upp þegar þörf er á, t.d. með því að horfa á eldra kennslumyndband eða lausnarmyndbönd.
Ekkert kemur í staðinn fyrir að nemandinn reikni sjálfur dæmin. Stærðfræði lærist ekki með því að horfa á aðra reikna, heldur þarf að þjálfa til þrautar aðgerðirnar sjálfar. Og það gerir enginn nema nemandinn sjálfur.
Við hönnun dæmanna og samsetningu námskeiðsins var þess vandlega gætt að sleppa engu, nemandinn þarf aldrei að giska á hvað kennarinn var að hugsa.
Öll skref eru sýnd, alltaf. Engu er sleppt.
Röð hlutanna er auk þess vandlega úthugsuð með það í huga að nemandinn hafi alltaf forsendur til þess að takast á við nýtt efni að því gefnu að hann hafi gert allt sem á undan hefur komið.
Ólíkt því sem margir halda þá gengur ekki að dema öllu efninu á nemandann í einu og ætlast til þess að hann ráði fram úr þessu. Slíkt veldur því að nemandinn annað hvort "gramsar" í efninu og velur á milli þess sem hann telur sig þurfa að gera og "má" sleppa, eða þá að honum fallast hendur og hann gerir ekki neitt.
Að sjálfsögðu erum við svo til taks ef aðstoðar er þörf.
Til móts við nemandann
Handleiðsla
Við gætum þess að efnið reynist nemandanum síður yfirþyrmandi með því að opna á nýtt efni á 3-5 daga fresti.
Þannig stillum við álagi í hóf og leiðum nemandann áfram, skref fyrir skref.
Smelltu hér til að sjá útlit og uppsetningu á efni.
Spjaldtölvuvænt
Vefurinn styðst við nýjustu tækni og hentar því öllum tækjum og stýrikerfum (Android, iPad,iPhone)
Myndrænt
„Youtube kynslóðin“ skilur stutt myndskilaboð betur en allt annað. Stærðfræði er nógu snúin fyrir og því bætir flókið orðalag skýringardæma ekki úr.
Rúmlega 300 háskerpumyndbönd tilheyra námskeiðinu.
Lágmarkslestur
Engin fyrirmæli sem tilheyra kennsluefninu eru skrifleg. Við vildum gera námskeiðið eins notendavænt og mögulegt var fyrir nemendur sem glíma við lestrarörðugleika.
Athygli
Stutt vídeó halda athygli nemandans betur en texti auk þess sem flestum reynist auðveldara að skilja munnleg fyrirmæli en skrifleg.
Bölvun þekkingarinnar
Við þekkjum hann öll. Kennarinn sem kann efnið svo vel en getur engan veginn útskýrt það fyrir öðrum. Allra síst nemendum sem standa höllum fæti fyrir.
Það er kallað “Bölvun þekkingarinnar” (e. “curse of knowledge”) þegar bilið milli nemandans og kennarans er svo mikið að það verður ekki brúað auðveldlega. Kennari hefur auk þess ekki tíma til þess að útskýra hluti frá grunni aftur og aftur. Á ákveðnum tímapunkti verður hann að gera ráð fyrir því að nemandinn hafi náð ákveðnum tökum á efninu.
Við erum meðvitaðir um þetta og því eru öll kennslumyndbönd afar ítarleg. Engu er sleppt. Allt er útskýrt og allt er sýnt.
Nemandinn getur að sjálfsögðu stöðvað myndbandið, bakkað og horft á aftur, strax eða síðar.
Stuðningur
Námskeiðinu fylgir stuðningur frá stærðfræðikennara og höfundi efnisins varðandi allt efni námskeiðsins.
Frelsi
Það skiptir ekki máli hvort þú býrð á Bíldudal, Egilsstöðum eða Reykjavík. Námskeiðið er aðgengilegt í snjallsíma eða spjaldtölvu óháð staðsetningu nemandans.
Um okkur
Betra nám hefur í rúm 10 ár einbeitt sér að úrræðum fyrir nemendur sem standa höllum fæti í skólakerfinu.
Ný tækni
Sprenging í útbreiðslu spjaldtölva og snjallsíma hefur opnað nýja möguleika í kennslu.
Segja má að dæmið hafi snúist við. Nemandinn þarf ekki að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma til að læra tiltekna hluti; að grípa upplýsingar á lofti sem kennari miðlar á töflu.
Þess í stað getur nemandinn – hvar sem hann er staddur í heiminum – nálgast efnið þegar honum hentar.
Ný sýn
Við höfðum ákveðnar hugmyndir um það hvernig við vildum bera stærðfræðikennsluna á borð og vonumst við til að þessari nýbreytni verði vel tekið.
Við höfum búið til og tekið upp gríðarlegt magn dæma og myndbanda og gert það aðgengilegt á formi sem hentar nútíma nemendum, hvort sem þeir nota fartölvur, spjaldtölvur, eða snjallsima.
15 ára sameiginleg reynsla
Við höfum samanlagt unnið í 15 ár við kennslu og ráðgjöf.
Flestir skjólstæðinga okkar hafa glímt við lestrar- eða stærðfræðiörðugleika af einhverju tagi og stór hluti greindur með lesblindu og athyglisbrest.
Hvað er kennt?
Markmið okkar var að búa til gæða kennsluefni í stærðfræði sem við myndum sjálfir vilja nota fyrir okkar börn.
Ekki síst var það markmið okkar að setja námsefnið þannig fram að nemendur sem lítið skilja og hafa hingað til átt mjög erfitt uppdráttar, myndu ná tökum á námsefninu.
Tímaröð
Við brjótum námsefnið upp í 10 hluta, svo nemandinn nái góðum og djúpum skilningi á hverjum hluta fyrir sig áður en lengra er haldið.
Við opnum nýjan hluta á nokkurra daga fresti og leggjum við mikla áherslu á að nemandinn ljúki efni hvers hluta áður en hann heldur áfram.
Ef nemandinn þarf lengri tíma til að ljúka við efnið og reikna dæmin sem fylgja, þá er það í góðu lagi, því eldra efni helst aðgengilegt meðan á áskrift stendur.
Framsetning
Við vitum að flestum nemendum líkar myndræn framsetning fremur en skrifleg.
Þess vegna lögðum við okkur fram um að setja námsefnið fram á fjölbreyttan, en skýran máta.
Við notumst við kennslumyndbönd og teiknimyndir auk hefðbundins texta og dæmablaða við framsetningu námskeiðsins.
Efnistök
Námskeiðið nær til eftirfarandi hluta. Hver og einn námshluti er mikilvægur hlekkur í keðju sem slitnar auðveldlega ef nemandinn skilur ekki hvern hluta til botns.
- Lykilhugtök
- Samlagning og frádráttur – Samnefnd brot
- Stytting brota og fullstyttingar
- Blandnar tölur
- Óeiginleg brot
- Lenging brota og samnefnari
- Margföldun brota
- Deiling brota
- Krossstytting
- Brotabrot
Hverjum hluta fylgja vönduð skýringardæmi og kennslumyndbönd auk verkefna sem nemandinn vinnur.
Allar lausnir eru aðgengilegar á vídeóformi svo nemandinn þarf ekki að velkjast í vafa um hvað það var sem hann gerði vitlaust.